Sextán valdir fyrir Þýskalandsferð

Elmar Erlingsson úr ÍBV leikur með U19 ára landsliðinu.
Elmar Erlingsson úr ÍBV leikur með U19 ára landsliðinu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þjálfararnir Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hafa valið sextán manna hóp U19 ára landsliðs pilta í handknattleik sem tekur þátt í alþjóðlega mótinu Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.

Mótið fer fram í þýska bænum Merzig dagana 27. til 29. desember og er haldið í 34. skipti.

Hópurinn er þannig skipaður:

Atli Steinn Arnarsson, FH
Birkir Snær Steinsson, Haukar
Breki Hrafn Árnason, Fram
Daníel Örn Guðmundsson, Valur
Eiður Rafn Valsson, Fram
Elmar Erlingsson, ÍBV
Hans Jörgen Ólafsson, Selfoss
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV
Ísak Steinsson, Fold HK
Kjartan Þór Júlíusson, Fram
Reynir Þór Stefánsson, Fram
Sigurður Snær Sigurjónsson, Selfoss
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA
Sæþór Atlason, Selfoss
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur
Össur Haraldsson, Haukar

Þessir æfa einnig með liðinu:
Andrés Marel Sigurðsson, ÍBV
Andri Clausen, FH
Andri Fannar Elísson, Haukar
Aron Ingi Hreiðarsson, KFUM Kalmar
Daníel Reynisson, Fram
Gunnar Kári Bragason, Selfoss
Kristján Rafn Oddsson, FH
Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur
Viðar Ernir Reimarsson, Þór

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert