Íslendingarnir áttu sviðið í Magdeburg

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í kvöld. Ljósmynd/HBL

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fór báðir á kostum fyrir Magdeburg þegar liðið vann tveggja marka sigur gegn GOG í A-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Þýskalandi í kvöld.

Leiknum lauk með 36:34-sigri Magdeburgar en Ómar Ingi skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur. Þá skoraði Gísli Þorgeir 8 mörk og var næstmarkahæstur.

Magdeburg er með 12 stig í þriðja sæti riðilsins, fjórum stigum minna en topplið París SG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert