Barátta Bandaríkjanna og Grænlands

Grænlendingar hafa þrisvar komist í lokakeppni heimsmeistaramóts í handbolta.
Grænlendingar hafa þrisvar komist í lokakeppni heimsmeistaramóts í handbolta. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með undankeppni Norður-Ameríku og Karíbahafsins í handknattleik karla fyrir HM 2023 þar sem Bandaríkin, Grænland, Kúba og Mexíkó hafa att kappi.

Kúba var með ansi sprækt lið á 10. áratug síðustu aldar þar sem liðið náði til að mynda 8. sæti á HM 1999 en Bandaríkin og Grænland hafa ekki riðið feitum hesti frá íþróttinni. Þau hafa þó bæði komist á stórmót; Bandaríkin á sex Ólympíuleika og sex heimsmeistaramót og Grænland á þrjú heimsmeistaramót.

Flestir tengja Grænland frekar við Evrópu þar sem þessi stærsta eyja heims er sjálfsstjórnarríki sem tilheyrir Danmörku. Landfræðileg lega Grænlands er þó í Norður-Ameríku.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert