Selfyssingur tekur við Selfossi

Eyþór Lárusson er nýr þjálfari kvennaliðs Selfoss.
Eyþór Lárusson er nýr þjálfari kvennaliðs Selfoss. Ljósmynd/Selfoss

Eyþór Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss í handknattleik kvenna en félagið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor eftir fjögurra ára veru í fyrstu deildinni. 

Eyþór er Selfyssingur sem lék með karlaliðinu frá 2007 til 2013.. Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka síðustu 15 ár. Hann er því kunnugur öllum áhugamönnum um deildina. 

Eyþór tekur við af Svavari Vignissyni sem hætti sem þjálfari eftir nýliðið tímabil. 

Félagið segir í tilkynningu:

„Deildin er gríðarlega ánægð með að geta ráðið heimamann í starfið og bindur miklar vonir við Eyþór, sem er ungur og metnaðarfullur þjálfari. Það er mjög spennandi vetur í vændum hjá meistaraflokki kvenna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert