Viktor Gísli og félagar í undanúrslitin

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik fyrir GOG.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik fyrir GOG. AFP

Danska handknattleiksfélagið GOG er komið áfram í undanúrslit dönsku úrsltitakeppninnar eftir öruggan átta marka sigur gegn SönderjyskE á útivelli í dag.

Leiknum lauk með 36:28-sigri GOG en Viktor Gísli Hallgrímsson varði ellefu skot í leiknum og var með 37% markvörslu.

Sveinn Jóhannsson átti stórleik fyrir SönderjyskE og var markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk en það dugði ekki til.

GOG er með 9 stig í efsta sæti 1. riðils en SönderjyskE er með 2 stig í þriðja sætinu.

Þá varði Ágúst Elí Björgvinsson fimm skot fyrir Kolding þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Bjerringbro/Silkeborg, 27:23.

Kolding er með 2 stig í fjórða og neðsta sæti 1. riðils en efstu tvö lið riðilsins fara áfram í undanúrslitin. 

Bjerringbro/Silkeborg er í öðru sætinu með 6 stig og í góðri stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert