Ísland í þriðja flokki fyrir EM-dráttinn í dag

Ísland leikur á EM í janúar 2022.
Ísland leikur á EM í janúar 2022. Ljósmynd/HSÍ

Ísland er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu en dregið verður síðdegis í dag.

Eitt lið úr hverjum flokki er dregið í hvern riðil mótsins

1. flokkur: Noregur, Spánn, Þýskaland, Króatía, Slóvenía og Portúgal
2. flokkur: Svíþjóð, Rússland, Ungverjaland, Danmörk og Austurríki
3. flokkur: Ísland, Frakkland, Slóvakía, Hvít-Rússland, Tékkum og Norður-Makedónía.
4. flokkur: Holland, Svartfjallaland, Úkraína, Pólland, Bosnía og Litháen.

Fjögur lið verða dregin í sex riðla en riðlarnir verða leiknir á fimm á mismunandi stöðum í Ungverjalandi og Slóvakíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert