Markahæstir í sigurleikjum

Arnór Þór Gunnarsson skoraði 7 mörk í dag.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 7 mörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensku landsliðsmennirnir Arnór Þór Gunnarsson og Bjarki Már Elísson voru markahæstu leikmenn sinna liða í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag en lið þeirra unnu bæði góða útisigra.

Arnór skoraði sjö mörk fyrir Bergischer sem sótti Essen heim og vann mjög öruggan sigur, 32:22. Bergischer er með 29 stig í sjöunda sæti og á leiki til góða á liðin fyrir ofan og er því í ágætri stöðu í baráttu um Evrópusæti.

Bjarki skoraði fimm mörk fyrir Lemgo sem fór til Wetzlar og sigraði þar 27:21. Lemgo er í níunda sætinu með 26 stig.

Þá gerðu Göppingen og Flensburg jafntefli, 28:28, en Gunnar Steinn Jónsson hjá Göppingen og Alexander Petersson hjá Flensburg komst hvorugur á markalistann. Flensburg er nú jafnt Kiel á toppnum með 47 stig en Kiel náði efsta sætinu með sigri á Erlangen í dag. Göppingen er með 35 stig í fimmta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert