Janus Daði þarf að fara í aðgerð

Janus Daði Smárason í leiknum gegn Portúgal á Ásvöllum.
Janus Daði Smárason í leiknum gegn Portúgal á Ásvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, þarf að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna í öxl. 

Frá þessu er greint á heimasíðu Göppingen.

Lítið varð úr HM hjá Janusi vegna meiðslanna en hann gat aðeins tekið lítillega þátt í fyrsta leiknum gegn Portúgal. Hann var hins vegar með í leikjunum tveimur gegn Portúgal í undankeppni EM í aðdraganda HM. 

Janus hafði glímt við meiðsli í öxl í nokkurn tíma og ólíklegt er að hann verði meira með Göppingen á keppnistímabilinu í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert