Missti sjón á öðru auganu

Steinunn Björnsdóttir fer af velli eftir atvikið í leiknum við …
Steinunn Björnsdóttir fer af velli eftir atvikið í leiknum við FH. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir missti sjón á öðru auga þegar hún fékk þungt högg í leik Fram og FH í Olís-deildinni í handknattleik á laugardag. 

Steinunn segist í samtali við netmiðilinn Handbolta.is vera bjartsýn á að endurheimta sjónina en sem stendur sé sjónin á auganu eins og horft sé í gegnum plastfilmu. 

Steinunn var í vörn þegar atvikið gerðist og fékk hönd í augað og þungt högg þegar andstæðingur skaut á markið. Var um algert óviljaverk að ræða að sögn Steinunnar enda var FH-ingurinn væntanlega með hugann við að skjóta á markið. 

Ekki liggur fyrir hvort Steinunn hafi fengið heilahristing en hún segist vonast eftir að snúa aftur á handboltavöllinn eftir nokkrar vikur. 

Steinunn Björnsdóttir fær högg á augað í leiknum við FH.
Steinunn Björnsdóttir fær högg á augað í leiknum við FH. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert