Staðfesta brotthvarf Elvars

Elvar Örn Jónsson í leiknum gegn Sviss á HM í …
Elvar Örn Jónsson í leiknum gegn Sviss á HM í Egyptalandi. AFP

Landsliðsmaður­inn Elv­ar Örn Jóns­son er á förum frá danska úrvalsdeildarliðinu Skjern en félagið hefur nú staðfest brotthvarf íslenska handknattleiksmannsins.

Áður hefur komið fram að Elvar er á leiðinni til þýska liðsins Melsungen sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari þjálfar en nú hefur Skjern staðfest á heimasíðu sinni að Elvar er á förum. Mun hann yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út næsta sumar.

Elvar gekk til liðs við Skjern árið 2019 og er því á sínu öðru tímabili í Danmörku en hann hef­ur verið fastamaður í ís­lenska landsliðinu und­an­far­in tvö ár. Línumaður­inn Arn­ar Freyr Arn­ars­son er einnig samn­ings­bund­inn Melsungen en þýska liðið er í þrett­ánda sæti þýsku 1. deild­ar­inn­ar með 13 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert