Fimmti sigurinn í röð kom í Íslendingaslag

Elvar Örn Jónsson var sterkur í kvöld.
Elvar Örn Jónsson var sterkur í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingaliðið Skjern vann sinn fimmta sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið heimsótti Kolding og vann 27:26-sigur. 

Elvar Örn Jónsson átti enn og aftur góðan leik með Skjern og skoraði fimm mörk í átta skotum. Ágúst Elí Björgvinsson varði níu skot í marki Kolding. Skjern er í fimmta sæti með 13 stig og Kolding í 10. sæti með átta stig. 

Þá skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson fimm mörk fyrir TTH Holstebro í 32:32-jafntefli á heimavelli gegn Ringsted. Holstebro er í sjöunda sæti með ellefu stig. 

Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki í markinu hjá GOG sem vann öruggan 32:23-útisigur á Mors-Thy. GOG er í toppsætinu með 16 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert