Fá að leika landsleiki í Laugardalshöll

Guðmundur Guðmundsson er landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson er landsliðsþjálfari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið Handknattleikssambandi Íslands grænt ljós á að leikir karlalandsliðsins við Litháen og Ísrael í undankeppni EM karla megi fara fram. Er leikurinn við Litháen 4. nóvember og leikurinn við Ísrael þremur dögum síðar. 

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ staðfesti tíðindin við mbl.is. Hann er auk þess bjartsýnn á að keppni hér heima geti hafist að nýju eftir landsleikina. 

„Við erum að horfa á tvær efstu deildirnar á bilinu 13.-15. nóvember en það fer auðvitað eftir stöðunni í landinu og hvernig gengur að glíma við veiruna. Ef við höldum áfram að sjá færri tilfelli á milli daga þá ætti þetta að ganga,“ sagði Róbert. 

Róbert Geir Gíslason, lengst til vinstri.
Róbert Geir Gíslason, lengst til vinstri. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert