Ein sú besta snýr aftur heim

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, ræðir við Nora Mørk
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, ræðir við Nora Mørk AFP

Hin norska Nora Mørk hefur fengið samningi sínum við CSM Búkarest í Rúmeníu rift og gert samninig við Vipers í heimalandinu. Mørk er ein allra besta handknattleikskona heims. 

Móðir Mørk greindist með brjóstakrabbamein fyrir þremur vikum síðan og ákvað norska landsliðskonan að flytja aftur heim í kjölfarið. Hefur hún verið frá keppni síðustu mánuði vegna krossbandsslita í hné. 

„Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan er mér allt og mamma er mér afar kær. Ég vil því koma heim og átt möguleika á að fara heim til Óslóar þegar ég get. Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í Rúmeníu á meðan mamma glímir við þetta,“ sagði Mørk í samtali við TV2 í Noregi. 

Mørk var markahæst allra á Ólympíuleikunum í Rió 2016 og markahæst á EM í Svíþjóð sama ár og HM í Þýskalandi 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert