Hansen enn að glíma við afleiðingar heilahristings

Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen. AFP

Danska stórskyttan Mikkel Hansen hefur enn ekki snúið aftur inn á völlinn eftir að hafa fengið heilahristing á æfingu með franska meistaraliðinu Paris SG fyrir rúmum mánuði.

Paris SG segir óvíst hvenær Hansen muni spila að nýju en liðið hefur spilað fjóra leiki í frönsku deildinni og þrjá í Meistaradeildinni án Danans frábæra.

„Það eru engar sérstakar áhyggjur af ástandi Mikkel. Með heilahristing fer allt eftir ástandi leikmannsins. Þess vegna er erfitt að setja dagsetningu á endurkomu,“ segir Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, við franska blaðið L'Équipe.

Hansen, sem er liðsfélagi Guðjóns Vals Sigurðssonar, lék síðast með Paris SG 11. september en þá skoraði hann 9 mörk í leik á móti Nantes. Hann hefur verið til skoðunar hjá taugalækni og það er undir honum komið hvenær hann gefur Hansen grænt ljós að snúa aftur inn á handboltavöllinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert