Bjarki Már valinn leikmaður mánaðarins

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. Ljósmynd/Lemgo

Bjarki Már Elísson, hornamaðurinn knái í þýska liðinu Lemgo og íslenska landsliðinu, vann kosningu á leikmanni septembermánaðar í þýsku Bundesligunni í handknattleik.

Bjarki fór á kostum í sept­em­ber en í fimm leikj­um Lem­go skoraði hann 50 mörk eða 10 mörk að meðaltali í leik.

Bjarki Már fékk 40% atkvæðanna í kjörinu á leikmanni mánaðarins. Demenico Ebner, markvörður Hannover-Burgdorf, kom næstur með 23%, Morten Olsen, Hannover-Burgdorf, hlaut 21% og Stefan Cavor, Wetzlar, 13%.

Bjarki Már er í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn Bundesligunnar. Hann hefur skorað 68 mörk eða 7,6 mörk að meðatali í leik. Uwe Gensheimer úr Rhein-Neckar Löwen er markahæstur með 76 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert