Tap í átta liða úrslitum

Haukur Þrastarson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið í dag.
Haukur Þrastarson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið í dag. Ljósmynd/IFH

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir Egyptalandi í átta liða úrslitum á HM U19 í Skopje í Norður-Makedóníu í dag. Leiknum lauk með 35:31-sigri Egypta sem fara áfram í undanúrslit keppninnar.

Staðan í hálfleik var 21:14, Egyptalandi í vil, og tókst íslenska liðinu ekki að brúa það bil að ráði í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson og Tumi Steinn Rúnarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með átta mörk hvor. 

Íslenska liðið mun leika um 5.-8. sætið á laugardaginn en ekki er enn þá ljóst hverjir mótherjar íslenska liðsins verða í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert