Ísland komið í 8-liða úrslit á HM

U19-landsliðið í Skopje.
U19-landsliðið í Skopje. Ljósmynd/HSÍ

Ísland vann 39:34-sigur á Japan í 16-liða úrslitum HM U19 karla í handbolta í Skopje í dag og tryggði sér þar með sæti meðal átta bestu U19-landsliða heims.

Ísland mætir næst Egyptalandi á morgun en Egyptar slógu Slóvena út í dag.

Japan byrjaði betur en Ísland í dag og komst í 4:1 en íslensku strákarnir voru fljótri að snúa stöðunni sér í vil, komust meðal annars í 10:6 og voru 16:13 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik náði Ísland mest sjö marka forskoti, 27:20, og varð munurinn aldrei minni en þrjú mörk eftir það.

Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur hjá Íslandi með 10 mörk úr 11 skotum. Dagur Gautason skoraði 8, Eiríkur Guðni Þórarinsson 7, Arnór Snær Óskarsson 6, Haukur Þrastarson 4, Stiven Tobar Valencia 2, Einar Örn Sindrason 1 og Guðjón Baldur Ómarsson 1. Haukur átti auk þess heilar 12 stoðsendingar. Sigurður Dan Óskarsson er skráður með sjö varin skot eða 20% markvörslu í skýrslu IHF.

Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur Íslands í dag.
Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur Íslands í dag. mbl.isKristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert