Fjögurra marka tap fyrir Þjóðverjum

Dagur Gautason var markahæstur með fjögur mörk.
Dagur Gautason var markahæstur með fjögur mörk. Ljósmynd/IHF

Íslenska U19 ára landslið karla í handknattleik tapaði með fjögurra marka mun fyrir Þjóðverjum, 26:22, í lokaleik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Norður-Makedóníu í dag.

Þjóðverjar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9, en Haukur Þrastarson var ekki með íslenska liðinu í leiknum. Dagur Gautason skoraði fjögur mörk og var markahæstur en þeir Goði Ingvar Sveinsson, Tumi Steinn Rúnarsson og Einar Örn Sindrason voru allir með þrjú mörk.

Þetta var lokaleikur Íslands í riðlinum og hafnaði liðið í þriðja sæti með sex stig úr fimm leikjum. Þjóðverjar höfnuðu í öðru sæti með átta stig og Portúgal vann riðilinn með tíu stig eða fullt hús. Fjórða liðið áfram var Túnis, en næst taka við 16-liða úrslit mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert