Stelpurnar töpuðu naumlega í úrslitaleiknum

Ásdís Þóra Ágústsdóttir fór mikinn fyrir Ísland á mótinu.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir fór mikinn fyrir Ísland á mótinu. Ljósmynd/itachampionship19.com

Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta varð að sætta sig við tap í vítakeppni gegn Tékklandi í úrslitaleik B-deildar Evrópumóts U17-landsliða á Ítalíu í gær.

Ásdís Þóra Ágústsdóttir hélt áfram að fara á kostum í mótinu en hún var markahæst Íslands með 11 mörk og Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði sjö.

Staðan í hálfleik var 18:14 Íslandi í vil en Tékkarnir voru betri í seinni hálfleiknum og jöfnuðu metin í 28:28 en þannig var staðan að loknum venjulegum leiktíma. Því var gripið til vítakeppni þar sem Tékkar tryggðu sér eins marks sigur.

Til mikils var að vinna en sigurvegari mótsins, Tékkland, fær sæti á EM U17-landsliða 2021, EM U19-landsliða 2021 og HM U18-landsliða 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert