Naumur sigur hjá Alfreð - Alexander sterkur

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans eru í harðri toppbaráttu.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans eru í harðri toppbaráttu.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans eiga enn þá möguleika á að vinna Þýskalandstitilinn í handbolta eftir nauman 30:29-útisigur á Füchse Berlín í dag. Kiel er tveimur stigum frá toppliði Flensburg, en Flensburg á leik til góða. 

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Füchse Berlín. Refirnir frá Berlín eru í sjötta sæti með 30 stig og í baráttunni um sæti í EHF-bikarnum. Alfreð hættir þjálfun Kiel eftir leiktíðina og fer í frí og Bjarki Már Elísson gengur í raðir Lemgo. 

Rein-Neckar Löwen hafði betur á útivelli gegn Hannover Burgdorf. Alexaner Petersson var sterkur fyrir Löwen og skoraði sex mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson var ekki með að þessu sinni. Löwen er í fjórða sæti með 42 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert