Kostulegt atvik hjá Erlangen (myndskeið)

Aðalsteinn á hliðarlínunni hjá Erlangen.
Aðalsteinn á hliðarlínunni hjá Erlangen.

Einn af lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Erlangen í þýska handboltanum reyndi á kostulegan hátt að hylma yfir brot og komast hjá refsingu í leik gegn Minden á dögunum. 

Erlangen gerði þau mistök að átta leikmenn liðsins voru inni á vellinum en ekki mega fleiri en sjö vera inn á í einu. Slík mistök eiga sér stað hjá handboltaliðum annað veifið þegar hamagangurinn er mikill í kringum skiptingar. 

Einn leikmanna Aðalsteins áttaði sig á því að of margir voru inn á og reyndi að hylma yfir brotið á mjög lymskulegan en nokkuð skondin hátt eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

Aðalstein má sjá á hliðarlínunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert