Fyrsta tap Kiel í fimm mánuði

Alfreð Gíslason tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma.
Alfreð Gíslason tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma. JONAS GUETTLER

Þýska handboltaliðið Kiel tapaði sínum fyrsta leik síðan í september er liðið lá gegn Magdeburg, 25:28, á heimavelli í 1. deild Þýskalands í dag. Staðan í hálfleik var 14:13, Magdeburg í vil. 

Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann 22 leiki í röð fyrir leik dagsins, en Magdeburg var sterkari aðilinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur ekki meira með Kiel á tímabilinu vegna meiðsla. 

Kiel er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum minna en Flensburg sem á leik til góða. Magdeburg er í fjórða sæti með 32 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert