Karabatic missir af HM

Nikola Karabatic með sonsinn, Alek, eftir að Frakkar tryggðu sér …
Nikola Karabatic með sonsinn, Alek, eftir að Frakkar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í fyrra. AFP

Frakkinn Nikola Karabatic, einn besti handknattleiksmaður heims undanfarin ár ef ekki sá besti, mun ekki spila með heimsmeisturum Frakka á HM í janúar.

Karabatic, sem er 34 ára gamall og leikmaður Paris SG, gengst undir aðgerð í dag að því er fram kemur í franska íþróttablaðinu L'quipe og verður hann frá keppni næstu fjóra mánuðina en bólgur í fæti hafa verið að angra Karabatic á tímabilinu

Frakkar, sem sex sinnum hafa hampað heimsmeistaratitlinum, leika í riðli með Þjóðverjum, Brasilíumönnum, Rússum, Serbum og Suður-Kóreumönnum á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert