Jafnt í toppslag í Kaplakrika

Aníta Theodórsdóttir leikur nú með FH og hún skoraði 8 …
Aníta Theodórsdóttir leikur nú með FH og hún skoraði 8 mörk í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH og Fylkir skildu jöfn, 24:24, í kvöld þegar liðin mættust í toppslag í 1. deild kvenna í handknattleik, Grill 66 deildinni, í Kaplakrika í Hafnarfirði. 

FH var yfir í hálfleik, 12:11. Liðin eru nú bæði með 7 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar en ÍR er á toppnum með fullt hús stiga, átta stig eftir  fjóra leiki.

Aníta Theodórsdóttir skoraði 8 mörk fyrir FH og Sylvía Björt Blöndal 5 en hjá  Fylki Var Hrafnhildur Irma Jónsdóttir með 8 mörk og Elín Rósa Magnúsdóttir 6.

Í Mosfellsbæ vann Afturelding stórsigur á ungmennaliði HK, 38:20, og er komin með 6 stig eftir fjóra leiki. Staðan var 16:7 í hálfleik.

Mörk Aftureldingar: Kristín Arndís Ólafsdóttir 9, Þóra María Sigurjónsdóttir 6, Jónína Líf Ólafsdóttir 6, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Ásta Margrét Jónsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Fanney Björk Guðmundsdóttir 1, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 1, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 1
Varin skot: Ástrós Anna Bender 14, Eva Dís Sigurðardóttir 7

Mörk HK U: Karen Kristjánsdóttir 8, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 4, Azra Cosic 3, Sigurrós Hávarðardóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 9

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert