Íslendingarnir fóru mikinn í toppslagnum

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad í dag.
Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad í dag. mbl.is/Eggert

Arnar Freyr Arnarsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Kristianstad þegar liðið vann 29:28-heimasigur gegn Skövde í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Staðan í hálfleik var 16:13 Kristianstad í vil.

Þegar fimm mínútur voru til leiksloka hafði Kristianstad fjögurra marka forskot en Skövde tókst að brúa bilið í eitt mark þegar mínúta var til leiksloka. Kristianstad komst í 29:27 áður en Skövde jafnaði metin á loka sekúndunum en lengra komust þeir ekki.

Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með Kristianstad í dag vegna meiðsla en liðið er eitt á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir fyrstu sjö leiki sína og á tvo leiki til góða á bæði Skövde, Alingsås, Sävehof og Malmö sem eru öll með 12 stig í næstu sætum fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert