Þjóðverjar fögnuðu í Glasgow

Stjórnendur þýska handknattleikssambandsins glöddust mjög í gær þegar þeir höfðu betur í samkeppni við Dani og Svisslendinga í keppni um að halda Evrópumót karla í handknattleik árið 2024 á þingi Handknattleikssambands Evrópu í Glasgow.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Þjóðverjar verða gestgjafar lokakeppni EM í karlaflokki en nokkrum sinnum hefur heimsmeistaramót verið haldið þar í landi.

Stefnt er að því að metfjöldi áhorfenda verði á upphafsleik EM 2024. Leikurinn á að fara fram á Esprit Arena í Düsseldorf, knattspyrnuleikvangi, að viðstöddum 50 þúsund áhorfendum.

Ungverjum og Slóvökum var í sameiningu falið að halda lokakeppni EM karla 2022. Ungverjar og Slóvakar höfðu betur í keppni við Frakka, Spánverja og Belga sem sóttu í sameiningu um að halda mótið.

EM kvenna árið 2022 verður í þremur löndum, Slóveníu, Makedóníu og Svartfjallalandi. Verður það í fyrsta sinn sem gestgjafar EM kvenna verða þrír. 

Þýskir landsliðsmenn í Laugardalshöll. Þýskaland fær HM 2024.
Þýskir landsliðsmenn í Laugardalshöll. Þýskaland fær HM 2024.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert