Gull í annarri tilraun

Bjarki Már og félagar fagna.
Bjarki Már og félagar fagna. Ljósmynd/Füchse Berlin

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, var á sunnudaginn í sigurliði Füchse Berlin í EHF-keppninni í handknattleik. Berlínarliðið vann Saint-Raphaël í úrslitaleik í Magdeburg, 28:25. Daginn áður unnu Bjarki og félagar Göppingen í undanúrslitum, 27:24. Bjarki skoraði samtals fimm mörk í leikjunum tveimur en EHF-keppnin er næst sterkasta félagsliðakeppni í Evrópu, er á næst á eftir Meistaradeildinni. Berlínar-liðið komst í úrslit EHF-keppninnar fyrir ári en tapaði í úrslitaleik.

„Helgin er búin að vera góð. Við spiluðum tvo leiki á jafnmörgum dögum á meðan við höfum verið að takast á við mótlæti. Það hefur verið mikið af meiðslum hjá okkur sem gerir sigurinn sérstaklega sætann,“ sagði Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn. Þetta var í þriðja sinn sem Bjarki er í sigurliði Füchse í stórri alþjóðlegri keppni á síðustu árum en haustið 2015 og 2016 vann Füchse Berlín heimsmeistarakeppni félagsliða sem Alþjóða handknattleikssambandið stendur fyrir árlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert