Arnar og Davíð taka við Gróttu

Þeir Arnar og Davíð handsala hér saminginn í dag ásamt …
Þeir Arnar og Davíð handsala hér saminginn í dag ásamt Kristínu Þórðardóttur, formanni handknattleiksdeildar Gróttu. Ljósmynd/Instagram-síða Gróttu.

Arnar Jón Agnarsson og Davíð Örn Hlöðversson hafa tekið við þjálfun kvennaliðs Gróttu í handknattleik og semja við félagið til þriggja ára.

Þeir taka við liðinu af Alfreð Erni Finnssyni sem stígur til hliðar vegna starfa sinna fyrir Handknattleikssamband Íslands. 

Grótta féll úr Olís-deild kvenna í vor, aðeins tveimur árum eftir að liðið varð Íslandsmeistari.

Tilkynnt var um breytingarnar í brúnni hjá Gróttu á Instagram-síðu félagsins í dag. 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BjCVrNtAVXy/" target="_blank">Arnar Jón Agnarsson og Davíð Örn Hlöðversson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks kvenna hjá Gróttu. Samningurinn er til þriggja ára. Þjálfararnir taka við boltanum af Alfreð Erni Finnssyni sem stýrði liðinu í vetur. Alfreð stígur til hliðar vegna starfa sinna hjá HSÍ. Það eru ánægjuleg tíðindi að Alfreð verður áfram í röðum Gróttu og mun áfram starfa hjá félaginu á öðrum vettvangi. Bæði Arnar Jón og Davíð þekkja heldur betur til félagsins. Arnar Jón hefur starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Gróttu undanfarin tvö ár og Davíð hefur þjálfað hjá félaginu í 14 ár. Kristín Þórðardóttir formaður Handknattleiksdeildar Gróttu hafði þetta að segja við undirritunina: "Við í stjórn deildarinnar erum gríðarlega ánægð með samningana við Arnar Jón og Davíð og væntum mikils af þeirra störfum næstu árin" #grottahandbolti #handbolti #grottasport</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/grotta_handbolti/" target="_blank"> Grótta handbolti</a> (@grotta_handbolti) on May 21, 2018 at 3:42am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert