Skulduðum öllum betri leik

Fram jafnaði metin í rimmunni við Val í úrslitum Íslandsmóts …
Fram jafnaði metin í rimmunni við Val í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Þetta var mikið betra hjá okkur að þessu sinni. Segja má að við höfum mætt til leiks,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, eftir að liðið jafnaði metin í rimmunni við Val í úrslitum Íslandsmót kvenna í handknattleik í dag með sex marka sigri, 28:22, á heimavelli.

„Viðureignin var engu að síður jöfn nánast frá upphafi en í alla staði var þetta mikið betri leikur af okkar hálfu en fyrsta viðureignin á heimavelli Vals á þriðjudaginn.  Við skulduðum okkur og stuðningsmönnum mikið betri leik en þá auk þess sem sigur var lífsnauðsynlegur fyrir framhaldið í þessari leikjaröð,“ sagði Sigurbjörg.

„Við þurftum virkilega að hafa fyrir þessum sigri. Það er ekkert gefið gegn Valsliðinu og ég reikna með að næstu leikir verði á þessum nótum, jafnir og spennandi,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert