Löwen vann mikilvægan sigur

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru í efsta sæti …
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru í efsta sæti þýsku 1.deildarinnar með Rhein-Neckar Löwen. Ljósmynd/Rhein-Neckar Löwen

Rhein-Neckar Löwen færðist skrefi nær þriðja meistaratitlinum í röð í þýska handboltanum í dag þegar liðið vann Hannover-Burgdorf, 26:23, í Hannover í hörkuleik. Löwen hefur þar með 48 stig eftir 28 leiki og er tveimur stigum á undan og Flensburg sem leikið hefur einum leik fleira.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur af mörkum Löwen í leiknum. Alexander Petersson skoraði ekki mark í þremur skottilraunum. Andy Schmid var markahæstur hjá þýsku meisturunum. Hann skoraði átta mörk. Daninn Mads Mensah var næstur með sjö mörk. Fabian Böhm skoraði átta mörk fyrir Burgdorf. Rúnar Kárason var ekki með liðinu að þessu sinni vegna meiðsla. 

Kiel heldur enn í vonina um að ná meistaradeildarsæti. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu Füchse Berlin á heimavelli, 25:20, eftir að hafa verið 15:8 yfir í hálfleik. 

Rhein Neckar Löwen er með 48 stig eftir 28 leiki. Flensburg er næst með 46 stig að loknum 29 leikjum. Füchse Berlin hefur 43 stig eftir 28 leiki, Magdeburg 42 stig að loknum 28 leikjum einnig. Kiel og Hannover Burgdorf eru næst með 41 stig, hvort lið. Bæði eftir 29 leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert