Magnaður sigur Selfyssinga á Haukum

Haukur Þrastarson átti góðan leik.
Haukur Þrastarson átti góðan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfyssingar buðu upp á ótrúlegan lokakafla þegar þeir sigruðu Hauka 26:25 í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Selfoss var þremur mörkum undir þegar þrjár mínútur voru eftir.

Leikurinn var kaflaskiptur og stórskemmtilegur en bæði lið sýndu sínar bestu – og verstu hliðar. Staðan í leikhléi var 13:14.

Haukar virtust vera að sigla sigrinum í höfn en þeir leiddu 22:25 þegar þrjár mínútur voru eftir. Selfoss skipti þá í maður-á-mann vörn og Haukur Þrastarson stal þremur boltum í röð.

Sölvi Ólafsson varði síðasta skot Hauka þegar 35 sekúndur voru eftir og á einhvern ótrúlegan hátt náði Elvar Örn Jónsson að koma boltanum fram hjá Björgvini Páli Gústavssyni þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggja Selfyssingum sigurinn.

Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk og Elvar Örn Jónsson skoraði 5. Helgi Hlynsson varði 9 skot í marki Selfoss. Hjá Haukum var Halldór Ingi Jónasson markahæstur með 7 mörk. Björgvin Páll Gústavsson átti góðan leik í markinu og varði 15/1 skot.

Selfoss 26:25 Haukar opna loka
60. mín. Sölvi Ólafsson (Selfoss) varði skot 35 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert