Stórleikur Viggós dugði ekki til

Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson. Ljósmynd/handball-westwien.at

Viggó Kristjánsson fór á kostum fyrir West Wien í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, en það dugði þó ekki til sigurs þar sem liðið tapaði fyrir Aon Fivers 31:25.

Viggó skoraði átta mörk fyrir West Wien og var markahæsti leikmaður liðsins, en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fjögur mörk. Þeir félagar leika undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar hjá Vínarliðinu.

Fimm efstu lið deildarinnar leika nú sín á milli um meistaratitilinn og er West Wien í fimmta sæti af þeim með 11 stig, sex stigum frá efsta liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert