„Hefðum getað verið heppnari“

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka.
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haukar fá verðugt verkefni í 8-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta þegar þeir fá Íslands- og bikarmeistara Vals í heimsókn á Ásvelli. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var nokkuð brattur þegar mbl.is ræddi við hann í dag en meiðsli hafa sett nokkurn strik í reikninginn hjá hans liði fyrir áramót. 

„Þetta er verðugt verkefni. Auðvitað hefðum við getað verið heppnari en þetta er bara verkefni sem við þurfum að tækla. Til að geta orðið bikarmeistari þá þarf maður að slá út sterk lið og Valur er bikarmeistari síðustu tveggja ára. Þetta verður mjög erfitt en gott að fá heimaleik. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ sagði Gunnar og hann sér mögulega fram á betri tíð ef þeir Adam Haukur Baumruk og Tjörvi Þorgeirsson geta beitt sér af fullum krafti eftir áramót. Enn er það óljóst. 

„Ef við náum að stilla upp okkar sterkasta liði eftir áramót þá getum við barist um titlana sem í boði eru. En við höfum ekki getað gert það á þessu ári. Lykilmenn þurfa þó að vera heilir heilsu. Ef svo verður þá munum við berjast um titlana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert