Vildum koma þeim á óvart

Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR.
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var flottur leikur hjá okkur,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, yfirvegaður eftir góðan sigur liðsins á Fram, 32:24, í Olís-deild karla í handknattleik í Framhúsinu í kvöld. ÍR-ingar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og í raun var sigurinn aldrei í hættu í síðari hálfleik þótt munurinn færi niður í sex mörk um skeið á síðustu mínútunum.

„Á heildina litið lékum við vel. Við ákváðum að taka Arnar Birki Hálfdánarson úr umferð frá upphafi, koma Framliðinu á óvart. Mér fannst sú aðgerð heppnast afar vel enda er Arnar Birkir frábær leikmaður. Vörnin var traust hjá okkur og markvarslan góð. Allt lagðist á eitt hjá okkur að ná góðum sigri hérna í Safamýri,“ sagði Bjarni ennfremur en með sigrinum færðist ÍR-liðið upp að hlið Fram með átta stig að loknum tíu umferðum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert