Haukar ekki í vandræðum með Fjölni

Hákon Daði Styrmisson var markahæstur.
Hákon Daði Styrmisson var markahæstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar unnu afar öruggan sigur á Fjölni þegar liðin áttust við í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 32:19 fyrir Hafnfirðinga.

Meira jafnræði var hins vegar með liðunum í fyrri hálfleik, en staðan í hálfleik var 12:9 fyrir Hauka. Eftir hlé fóru Hafnfirðingar hins vegar á kostum, skoruðu 20 mörk gegn 10 og 13 marka sigur þeirra var aldrei í hættu.

Hákon Daði Styrmisson skoraði 6 mörk fyrir Hauka og þeir Atli Már Báruson og Adam Haukur Baumruk bættu við 5 mörkum. Hjá Fjölni var Kristján Örn Kristjánsson markahæstur með 5 mörk og næstur kom Breki Dagsson með 4 mörk.

Haukar eru eftir sigurinn með 15 stig í 2. sæti deildarinnar, jafnmörg stig og Valur, en Fjölnir er í 10. sætinu með 3 stig og hefur enn ekki unnið leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert