Ég er ekki reiður, ég er brjálaður

Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.
Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er ekki reiður, ég er brjálaður út í mína menn,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir átta mark tap Fram-liðsins fyrir ÍR, 32:24, á heimavelli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. 

„Mín lið gefast ekki upp og allra síst fyrir framan okkar stuðningsmenn á heimavelli. Þetta er ekki boðlegt. Menn voru bara alls ekki með hugann við leikinn frá upphafi og því fór sem fór. Allt of mikið var um einföld mistök eins og slakar sendingar og illa var farið með færi sem við fengum. Við köstuðum leiknum frá okkur strax í upphafi,“ sagði Guðmundur Helgi sem var mjög ósáttur út í flesta sína leikmenn eftir þetta.

„Nú verða menn að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik. Það er ekkert annað í boði en rífa sig upp eftir þessa frammistöðu og sækja stig á útivöll í Eyjum í næstu umferð,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert