HK á toppinn eftir sigur á Val U

Kristófer Dagur Sigurðsson átti stórleik í kvöld.
Kristófer Dagur Sigurðsson átti stórleik í kvöld. Ljósmynd/Twitter

HK er komið á topp 1. deildar karla í handbolta, Grill 66-deildarinnar, eftir 30:28-sigur á ungmennaliði Vals á heimavelli í kvöld. Kristófer Dagur Sigurðsson átti stórleik fyrir HK og skoraði 14 mörk og Svavar Kári Grétarsson skoraði sex. 

Egill Magnússon og Björn Ingi Jónsson voru markahæstir hjá Valsliðinu með fimm mörk hvor og Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fjögur. 

HK fór upp fyrir Akureyri og KA með sigrinum og upp í átta stig, en akureyrsku liðin eiga leik til góða. Valur U er í 7. sæti með tvö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert