Bjarki Már og félagar lögðu Flensburg

Bjarki Már Elísson átti góðan leik í kvöld.
Bjarki Már Elísson átti góðan leik í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarki Már Elísson og félagar hans í Füchse Berlin komust í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Flensburg á útivelli, 29:26.

Bjarki Már átti fínan leik fyrir Berínarliðið og skoraði 5 mörk úr sex skotum sínum í leiknum en staðan var jöfn í hálfleik, 14:14.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í liði Kiel töpuðu fyrir Hannover-Burgdorf, 24:22, í jöfnum og spennandi leik. Rúnar Kárason var ekki á meðal markaskorara hjá Hannover.

Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn Ferndorf á útivelli, 28:24. Alexander Petersson skoraði 6 mörk fyrir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert