Aron spilar ekki og arftakinn kosinn bestur

Mate Lekai sækir gegn Vigni Svavarssyni í landsleik Íslands og …
Mate Lekai sækir gegn Vigni Svavarssyni í landsleik Íslands og Ungverjalands. AFP

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, er ekki inni í myndinni hjá ungverska stórliðinu Veszprém eins og ítarlega hefur verið greint frá og hefur liðið þurft að treysta á aðra leikmenn í hans stað.

Einn þeirra er ungverski landsliðsmaðurinn Máté Lékai. Hann hefur tekið stærra hlutverki í stöðu leikstjórnanda með þökkum og var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þegar Veszprém vann útisigur á Celja Lasko, 39:31.

Lékai skoraði níu mörk í leiknum úr níu skotum og var fyrir frammistöðuna kosinn besti leikmaður fyrstu umferðar Meistaradeildarinnar með 78% atkvæða í kosningu á vegum Evrópska handknattleikssambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert