Ísland mætir Túnis í 16-liða úrslitum

Arnar Freyr Arnarsson er í íslenska hópnum.
Arnar Freyr Arnarsson er í íslenska hópnum. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Túnis í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins sem fram fer í Alsír. Túnis hafnaði í þriðja sæti C-riðils og Ísland í öðru sæti D-riðils. 

Ísland vann fjóra af fimm leikjum sínum í riðlakeppninni. Ísland hafði betur gegn Argentínu, Marokkó, Alsír og Sádi-Arabíu en mátti þola tap gegn Króatíu í dag. Túnis vann Búrkína Fasó og Makedóníu í sínum riðli, gerði jafntefli við Rússland og tapaði fyrir Spáni og Brasilíu. 

16-liða úrslitin fara fram á miðvikudaginn kemur. Takist Íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Túnis mætir það Þjóðverjum, Svíum eða Norðmönnum í átta liða úrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert