Fara ekki í forkeppnina

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í maí.
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í maí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla taka ekki þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Ísland átti í fyrsta sinn í sex ár kost á að senda meistaralið sitt í forkeppnina að þessu sinni.

Eftir því sem næst verður komist féllu Valsmenn á tíma, voru of lengi að gera upp hug sinn. Handknattleikssamband Evrópu veitir engar undanþágur ef lið skila inn beiðni um þátttöku í Meistaradeildinni eftir að umsóknarfrestur rennur út. Valur tekur þess í stað þátt í EHF-keppninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert