Ómar ráðinn þjálfari Fylkis

Ómar Örn handsalar samninginn við Freygarð Þorsteinsson í stjórn handknattleiksdeildar …
Ómar Örn handsalar samninginn við Freygarð Þorsteinsson í stjórn handknattleiksdeildar Fylkis. Ljósmynd/Fylkir

Ómar Örn Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks og 3. flokks kvenna í handbolta hjá Fylki til næstu þriggja ára en hann stýrði meistaraflokknum hluta af síðasta keppnistímabili.

Þetta kemur fram á heimasíðu Fylkis en þar segir:

„Ómar Örn er öllum hnútum kunnugur í Árbænum, hefur starfað fyrir Fylki um árabil og hefur gegnt starfi yfirþjálfara yngri flokka í nokkur ár, en Ómar mun áfram gegna því starfi samhliða þjálfuninni á meistaraflokki og 3. flokki.

Meistaraflokkur kvenna mun á næsta keppnistímabili spila í 1. deild en hópinn skipa að mestu leikmenn sem uppaldir eru í Fylki og hafa spilað upp yngri flokkana og verður áfram lögð áhersla á það.“

Fylkir endaði í neðsta sæti í Olís-deildinni á nýafstöðnu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert