Finnur bara létti í líkamanum

Orri Freyr Gíslason fagnar með sínum mönnum í Kaplakrika í …
Orri Freyr Gíslason fagnar með sínum mönnum í Kaplakrika í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að styrkja okkur og ætlum bara að halda áfram. Það væri geggjað að gera eins og Valur gerði þarna 1993, þegar þeir unnu og tóku svo fjóra titla í röð. Ég veit að það er langsótt, en það er draumurinn. Maður vill ekki bara taka einn og vera svo í sigurvímu í tvö ár,“ sagði Orri Freyr Gíslason, einn lykilmanna í vörn Vals sem lagði grunninn að Íslands- og bikarmeistaratitlum liðsins í vetur, og ferðalagi liðsins í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu.

„Ég er ógeðslega þreyttur. Ég gat ekki hlaupið þarna í lokin. Þetta eru 58 leikir, mínus einn þar sem ég var uppi á fæðingardeild. Þetta var fullkominn vetur,“ sagði Orri Freyr.

„Þetta er ákveðinn léttir. Í tíu ár er maður búinn að vera að reyna að vinna þennan titil, eftir að hafa fengið að vera partur af liðinu frá 2007. Maður finnur bara létti í líkamanum. Ég er uppalinn Valsari og það er bara geðveikt að hafa náð þessu,“ sagði Orri Freyr.

Sjá allt um úrslitaleik FH og Vals í íþróttblaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert