Skrýtin tilfinning að kveðja liðið

Kári Garðarsson, fráfarandi þjálfari Gróttu.
Kári Garðarsson, fráfarandi þjálfari Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi leikur var alveg ótrúlegur og líkt einvígið í heild sinni var þetta stórfurðulegt. Við spiluðum afleitlega í fyrri hálfleik og ég var farinn að búa mig undir stórt og niðurlægjandi tap. Við náðum hins vegar að endurstilla leik okkar í hálfleik og sýndum mikinn karakter að koma okkur aftur inn í leikinn. Það dugði því miður ekki til og þetta er grátleg niðurstaða,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við mbl.is, eftir tap liðsins gegn Gróttu í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í dag. 

„Það eru blendnar tilfinningar að bíða ósigur í þessum leik. Ég er stoltur af karakternum í liðinu, en um leið svekktur að tapa fyrst við vorum komin svona nærri þessu. Þessi viðureign hefur boðið upp á mikinn tilfinningarússíbana. Vítakastkeppni, kærumál, dramatíska leiki og fleira. Þessi leikur var svo rúsínan í pylsuendanum,“ sagði Kári enn fremur. 

„Það er mjög skrýtin tilfinning að vera að kveðja liðið eftir fjögur frábær ár. Fyrsta og fjórða árið voru lærdómsrík og annað og þriðja árið mjög árangursrík með eftirminnilegum sigurstundum. Ég kveð liðið með söknuði, en ég er ánægður með að hafa náð að koma liðinu á kortið og það munu góðir menn halda áfram þessu góðu starfi. Ég mun halda áfram að þjálfa handbolta, en það er ekki alveg víst hvar það verður,“ sagði Kári um kveðjustundina og framhaldið. 

Lovísa Thompson og félagar hennar hjá Gróttur eru úr leik …
Lovísa Thompson og félagar hennar hjá Gróttur eru úr leik eftir tap gegn Stjörnunni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert