Erlingur og Gunnar aðstoða

Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðaþjálfari t.v. og Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, verða …
Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðaþjálfari t.v. og Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, verða ekki saman á hliðarlínunni í Skopje þegar íslenska landsliðið leikur við heimamenn í undankeppni EM hinn 4. maí. mbl.is/Golli

Óskar Bjarni Óskarsson getur ekki verið  Geir Sveinssyni landsliðsþjálfara innan handar í leikjunum tveimur við Makedóníu í undankeppni EM í byrjun maí vegna anna við starf sitt sem þjálfari Vals. Valur er nú kom í undanúrslitum í Áskorendakeppni Evrópu auk þess að vera í undanúrslitum Íslandsmótsins en þriðji leikur Vals og Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins fer fram sama dag og landsleikurinn í Skopje.

Af þeim sökum fær Geir aðra menn sér við hlið í kringum leikina við Makedóníu.

Erlingur Richardsson verður Geir til halds og trausts á æfingum fyrir leikinn ytra og einnig í fyrri viðureigninni við Makedóníu sem fram fer í Skopje 4. maí og einnig mun Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, vera Geir til aðstoðar við leikgreiningu.

Erlingur og Gunnar er þrautreyndir þjálfarar sem báðir hafa starfað í kringum íslenska landsliðið auk þess þjálfað félagslið hér heima og utanlands. Gunnar var aðstoðarmaður Guðmundur Þórðar Guðmundsson og Arons Kristjánssonar með þeir voru landsliðsþjálfara. Erlingur var einnig um skeið í þjálfarateymi íslenska landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert