Aron í góðum hópi

Aron sækir að vörn Montpellier.
Aron sækir að vörn Montpellier. Ljósmynd/eurohandball.com

Aron Pálmarsson, leikmaður ungverska meistaraliðsins Veszprém, er í liði umferðarinnar eftir fyrri leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fram fóru um nýliðna helgi.

Aron er í liði umferðarinnar sem leikstjórnandi en hann átti mjög góðan leik í sigri Veszprém gegn franska liðinu Montpellier, 26:23, þar sem hann skoraði 6 mörk.

Lið umferðarinnar er þannig skipað:

Markvörður: Arpad Sterbik (HC Vardar)

Vinstri hornamaður: Uwe Gensheimer (Paris SG)

Skytta vinstra megin: Nikola Karabatic (Paris SG)

Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson (Veszprém)

Skytta hægra megin: Marko Vujin (Kiel)

Hægri hornamaður: Niklas Ekberg (Kiel)

Línumaður: Ludovic Fabregas (Montpellier)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert