Einu höggi á eftir stórstjörnu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti fínan fyrsta hring.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti fínan fyrsta hring. Ljósmynd/European Tour

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fer nokkuð vel af stað á Alfred Dunhill-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi, næststerkustu mótaröð heims. Mótið fer fram á Leopard Creek-vellinum í Malelane í Suður-Afríku. 

Íslenski kylfingurinn lék fyrsta hringinn í dag á 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann fékk sex fugla á hringnum, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla.

Er hann fyrir vikið í 35. sæti og í fínni stöðu í baráttunni um að fara í gegnum niðurskurðinn, en skorið verður niður eftir tvo hringi. 

Heimamaðurinn Ernie Els, sem hefur sigrað á fjórum risamótum, lék einu höggi betur en Guðmundur og er á tveimur höggum undir pari.

Lukas Nemecz er efstur sem stendur á sex höggum undir pari, en fjölmargir kylfingar eiga enn eftir að klára fyrsta hring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert