Fór vel af stað en þarf að bíða til morguns

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór vel af stað í dag.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór vel af stað í dag. Ljósmynd/Kristján Ágústsson

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór vel af stað á öðrum hring á Investec South African-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi, en leikið er í Jóhannesarborg, höfuðborg Suður-Afríku.

Hins vegar tókst ekki að klára hringinn vegna veðurs. Guðmundur lék sex holur, áður en keppni var hætt í dag, og fékk á þeim tvo fugla og fjögur pör. Er hann sem stendur í 57. sæti, ásamt nokkrum öðrum kylfingum, og á leiðinni í gegnum niðurskurðinn eins og staðan er núna.

Guðmundur lék fyrsta hringinn í gær á 72 höggum, eða á pari, og er því á samanlagt tveimur höggum undir pari.

Guðmundur Ágúst varð á dögunum annar íslenski karlkylfingurinn til að tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, á eftir Birgi Leifi Hafþórssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert