Haraldur og Guðmundur báðir á pari en féllu úr leik

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á úrtökumótinu í dag en …
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á úrtökumótinu í dag en það dugði illu heilli ekki til. Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku báðir á pari á úrtökumótinu fyrir The Open, breska meistaramótinu, á Prince’s-vellinum í Sandwich Bay á England í dag. Það reyndist ekki nóg til að tryggja sér sæti á The Open.

Á fyrri hringnum í morgun lék Haraldur á 71 höggi, einu undir pari vallarins, en lék á 73 höggum, einu yfir pari, á síðari hringum sem lauk seinnipartinn.

Guðmundur Ágúst lék fyrri hringinn í morgun á 72 höggum og það gerði hann sömuleiðis á síðari hringnum.

Bæði Haraldur og Guðmundur Ágúst luku því leik á 144 höggum, á pari, og höfnuðu í 11. til 18. sæti á úrtökumótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert