Andri Þór fór holu í höggi á par 4-braut

Andri Þór Björnsson.
Andri Þór Björnsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andri Þór Björnsson, atvinnukylfingur úr GR, fór holu í höggi á sjöttu braut Garðavallar á Akranesi í gær. Brautin er par 4 og 278 metra löng. 

Þetta var í sjötta sinn sem hann nær draumahögginu en aldrei áður hefur honum tekist það á par 4-braut, að því er kemur fram á kylfingur.is. 

„3-tré í létt kött lenti sirka 15 metra stutt á holuna sem var fremst vinstri á gríninu. 2 skopp og svo biðum við eftir að sjá hann rúlla upp á mitt grín en sáum svo engan bolta koma og þá sagði Nóri sem var með mér í holli „nei hvað er í gangi, þessi fór ofan í“!“ sagði Andri Þór himinlifandi í viðtali við vefsíðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert